City að fá ungan Argentínumann

Julián Álvarez fagnar marki með River Plate.
Julián Álvarez fagnar marki með River Plate. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City er í viðræðum við argentínska félagið River Plate um kaup á framherjanum Julián Álvarez.

Álvarez, sem er 21 árs, hefur leikið fimm leiki fyrir argentínska landsliðið. City þarf að greiða um 17 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 96 leiki fyrir River Plate og skorað í þeim 36 mörk og lagt upp 25 til viðbótar.

Fleiri stór félög hafa sýnt Álvarez áhuga en City er í kjörstöðu til að ganga frá kaupunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert