Naumt hjá meisturunum gegn Arnóri og félögum

Eden Dzeko skoraði sigurmarkið.
Eden Dzeko skoraði sigurmarkið. AFP

Ítalíumeistarar Inter Mílanó unnu nauman 2:1-heimasigur á Venezia í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Thomas Henry kom Venezia óvænt yfir á 19. mínútu en Nicoló Barella jafnaði á 40. Mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

Allt stefndi í að liðin myndu skipta með sér stigunum þegar Eden Dzeko skoraði sigurmark Inter á lokamínútunni.

Arnór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Venezia og kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Inter er í toppsætinu með 53 stig, fimm stigum á undan grönnunum í AC Milan. Venezia er í 17. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is