Átta látnir og 38 slasaðir

Olembe-leikvangurinn í Yaoundé er þjóðarleikvangur Kamerún.
Olembe-leikvangurinn í Yaoundé er þjóðarleikvangur Kamerún. AFP

Yfirvöld í Kamerún hafa staðfest að átta manns hafi látist og 38 séu slasaðir, sjö þeirra alvarlega, eftir troðninginn sem átti sér stað fyrir leik Kamerún og Kómoroseyja í Afríkumótinu í knattspyrnu í gærkvöld.

Olembe-leikvangurinn í höfuðborginni Yaoundé var orðinn troðfullur fyrir leikinn, þ.e. þau 48 þúsund sæti af 60 þúsund sem leyfilegt var að nota vegna sóttvarnaráðstafana, en nokkrar þúsundir í viðbót reyndu að komast að með þessum afleiðingum.

Í yfirlýsingunni segir að þeir sem voru á vellinum hefðu ekki haft neina hugmynd um það sem gerðist fyrir utan leikvanginn.

mbl.is