Árni semur í Frakklandi

Árni Vilhjálmsson er kominn til Rodez í Frakklandi.
Árni Vilhjálmsson er kominn til Rodez í Frakklandi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við franska félagið Rodez en liðið leikur 2. deild Frakklands, næstefstu deild.

Hinn 27 ára gamli Árni rifti samningi sínum við Breiðablik á dögunum. Árni og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn í nóvember á síðasta ári en Sara leikur með franska stórliðinu Lyon. Rodez er í fjögurra klukkutíma akstursfjarlægð frá Lyon. 

Framherjinn hefur komið víða við á ferlinum og leikið með Lillestrøm í Noregi, Jöngköping í Svíþjóð, Termalica Nieciecza í Póllandi og Odesa og Kolos Kovalivka í Úkraínu. Þá hefur hann leikið með Breiðabliki og Haukum hér á landi og skorað 40 mörk í 94 leikjum í efstu deild.

Rodez er í 10. sæti frönsku 2. deildarinnar með 28 stig eftir 28 leiki. Liðið hefur leikið fimm leiki í röð án sigurs.

mbl.is