Eftirsóttur framherji í Juventus

Dusan Vlahovic í leik með Fiorentina gegn Juventus.
Dusan Vlahovic í leik með Fiorentina gegn Juventus. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur gengið frá kaupum á serbneska framherjanum Dusan Vlahovic. Hann kemur til Juventus frá Fiorentina.

Arsenal og Tottenham höfðu einnig áhuga á að kaupa Vlahovic, en Fiorentina hafnaði tilboðum ensku félaganna.

Juventus greiðir 75 milljónir evra fyrir Vlahovic, sem er 22 ára. Hann hefur farið á kostum á leiktíðinni og skorað 17 mörk í 21 leik í ítölsku A-deildinni.

mbl.is