Sögulegt afrek Klopps

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hliðarlínunni í kvöld.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hliðarlínunni í kvöld. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp varð í kvöld fyrsti knattspyrnustjórinn í fótboltasögu Englands sem stýrir liði sínu í úrslitaleiki ensku bikarkeppninnar, enska deildabikarsins og Meistaradeildar Evrópu á einu og sama tímabilinu.

Þetta varð ljóst í kvöld þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með 3:2-sigri og samanlögðum 5:2-sigri á spænska liðinu Villarreal.

Klopp hefur nú stýrt Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar þrisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum.

Liðið tapaði á móti Real Madríd árið 2018, vann sinn sjötta Evrópubikar með sigri gegn Tottenham Hotspur árið 2019 og freistar þess að vinna sinn sjöunda gegn annað hvort Manchester City eða Real Madríd í úrslitaleiknum í París í lok mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert