Á skotskónum í Danmörku

Aron Sigurðarson skoraði fyrir Horsens í dag.
Aron Sigurðarson skoraði fyrir Horsens í dag. Ljósmynd/Horsens

Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens þegar liðið gerði jafntefli gegn Helsingör á heimavelli í úrslitakeppni dönsku B-deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Horsens er í efsta sæti deildarinnar með 57 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Efstu tvö riðilsins tryggja sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby eru í öðru sætinu með 56 stig og Helsingör kemur þar á eftir með 55 stig.

mbl.is