Guli veggurinn kvaddi Haaland (myndskeið)

Haaland þakkar fyrir kveðju stuðningsmannanna í dag.
Haaland þakkar fyrir kveðju stuðningsmannanna í dag. AFP/Ina Fassbender

Sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland leikur sinn síðasta leik fyrir þýska liðið Borussia Dortmund í dag þegar liðið mætir Herthu Berlin í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar.

Tilkynnt var í vikunni að norski sóknarmaðurinn gangi til liðs við Manchester City á Englandi í sumar en hann hefur raðað inn mörkum allan sinn feril.

Blaðamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir það hafa verið ósk leikmannsins að félagsskiptin yrðu tilkynnt fyrir þennan leik svo hann gætti kvatt stuðningsmenn Dortmund almennilega.

Hörðustu stuðningsmenn Dortmund, oftast kallaðir Guli veggurinn, fengu því að kveðja stjörnuleikmann sinn áður en hann yfirgefur félagið.

Stutt myndskeið af þessu má sjá hér að neðan.

mbl.is