Ísland tapaði 5:1 gegn Spáni á UEFA-móti 16 ára landsliða kvenna í knattspyrnu í dag. Mótið fer fram í Portúgal.
Það var Ísabella Sara Tryggvadóttir leikmaður KR sem skoraði mark Íslands.
Ísland tapaði fyrsta leik sínum í mótinu 2:1 gegn Portúgal og er því án stiga eftir tvo leiki.
Liðið mætir Austurríki í næsta leik á þriðjudag en það er jafnframt síðasti leikur liðsins í mótinu.