Kína hættir við að halda Asíumótið vegna Covid

Sýnataka í Peking undir auglýsingu Asíumótsins 2023.
Sýnataka í Peking undir auglýsingu Asíumótsins 2023. AFP/Jade Gao

Asíumótið í knattspyrnu mun ekki fara fram í Kína eins og ætlunin var vegna Covid-19 faraldursins sem geysar þar í landi sem aldrei fyrr.

Mótið fer ekki fram fyrr en sumarið 2023 en Kínverjar glíma nú við stærstu bylgju veirunnar frá upphafi faraldursins. Planið var að halda mótið í 10 mismunandi borgum en nú hefur verið gefið út að svo verði ekki.

Mótið verður því haldið annars staðar en ekki hefur verið gefið út ennþá hvar.

Asíska knattspyrnusambandið segir ástæðurnar sérstakar vegna faraldursins og því muni Kína ekki halda mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert