Messi með tvö

Messi skoraði tvö í dag.
Messi skoraði tvö í dag.

Lionel Messi, leikmaður PSG, skoraði tvö mörk í 4:0 sigri á Montpellier í frönsku A-deildinni í knattspyrnu fyrr í kvöld. 

Messi, sem hefur átt frekar rólegt tímabil miðað við hans getu skoraði sitt fimmta og sjötta mark í deildinni í kvöld, hann er einnig með 13 stoðsendingar, ekki amalegt. 

Ángel Di María og Kylian Mbappe skoruðu hin mörk PSG. 

Mónakó vann 4:2 sigur á Brest í dag og skoraði Wissam Ben Yedder þrennu. Monaco hefur unnið níu leiki í kvöld og er í öðru sæti þegar ein umferð er eftir, ótrúlegur viðsnúningur á liðinu. 

Rennes vann Marseille 2:0 í stórleik umferðarinnar. Benjamin Bourigeaud og Lovro Majer skoruðu mörk Rennes. Marseillie er því í fjórða sæti með 68 stig, jafnmörg og Monaco en verri markatölu. Rennes er með 65 stig í fjórða sæti.

Efstu tvö liðin fara beint í Meistaradeildina en liðið í þriðja sæti fer í umspil. Rennes er með mun betri markatölu heldur en bæði Mónakó og Marseille.

Monaco sækir Lens heim, Rennes sækir Lille heim og Marseille fær Strasbourg í heimsókn, allt hörkulið og það verður mikil spenna í lokaumferðinni. 

mbl.is