Veisla í Glasgow þegar Celtic tók við bikarnum

Bikarinn á lofti í dag.
Bikarinn á lofti í dag. Ljósmynd/Celtic

Celtic vann 6:0-stórsigur á Motherwell í lokaumferð skosku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið hafði fyrir leik tryggt sér titilinn en tók við bikarnum á heimavelli í dag.

Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir eftir rúmar 20 mínútur áður en David Turnbull tvöfaldaði forystuna á 40. mínútu. Furuhashi bætti svo við öðru marki sínu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Jota skoraði fjórða mark Celtic eftir tæplega klukkutíma og Georgios Giakoumakis bætti tveimur við áður en yfir lauk. 

Celtic endaði leiktíðina með 93 stig, fjórum stigum meira en erkifjendurnir í Rangers.

mbl.is