Venezia niður um deild

Arnór Sigurðsson var ekki í hóp í dag.
Arnór Sigurðsson var ekki í hóp í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingaliðið Venezia féll í dag úr ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir jafntefli Empoli og Salentarnia. Venezia lék við Roma í kvöld og gerði liðið 1:1 jafntefli.

Hvorki Arnór Sigurðsson né Jakob Franz Pálsson voru í hóp Venezia í kvöld. 

David Okereke kom Venezia yfir strax á 1. mínútu. Sofian Kiyine var rekinn útaf á 32. mínútu og erfiður klukkutími framundan fyrir Venezia. 

Venezia hélt hinsvegar Roma frá marki þar til á 76. mínútur þegar Eldor Shomurodov jafnaði metin. 

Roma fékk fullt af færum og hreint út sagt ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk, en við stóð og lokaniðurstaðan því 1:1.

Roma er í 6. sæti eftir tapið í dag, Venezia í því 20. og fallið. 

mbl.is