Vill fara frá félaginu

Robert Lewandowski vill fara frá félaginu.
Robert Lewandowski vill fara frá félaginu. AFP

Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, vill fara frá félaginu, þetta staðfestir Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern München.

„Hann sagði mér að hann vilji ekki samþykja tilboð okkar um að framlengja samning sinn og að hann vliji fara í sumar, hann vill gera eitthvað annað,“ sagði Salihamidzic við Sky í Þýskalandi.

Salihamidzic segir að félagið muni ekki leyfa honum að fara. Lewandowski er með samning þar til 30. júní 2023 og Bayern hefur engan áhuga á að missa hann fyrr en þá. 

Lewandowski hefur undanfarið verið orðaður við önnur félög, meðal annars Barcelona. 

Lewandowski hefur skorað 343 mörk í 373 leikjum fyrir Bayern og unnið deildina í öll þau tímabil sem hann hefur verið hjá félaginu og meistaradeildina einu sinni. Hann hefur skorað 50 mörk í 46 leikjum fyrir Bayern á þessu tímabili, og víst að Pólverjanum yrði saknað færi hann frá Bayern í sumar. 

mbl.is