Funda með teymi Pogba í dag

Paul Pogba gæti snúið aftur til Juventus.
Paul Pogba gæti snúið aftur til Juventus. AFP/Oli Scarff

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus fundar með teymi franska miðjumannsins Paul Pogba í dag. Hinn 29 ára gamli Pogba er samningslaus hjá Manchester United í næsta mánuði og getur því farið á frjálsri sölu til Juventus.

Sky Sports greinir frá að Juventus hafi boðið umboðsmanni hans Rafaela Pimenta í viðræður í dag en Pimenta tók við málum Pogba eftir að Mina Raiola lést í síðasta mánuði.

Real Madrid og París SG hafa einnig áhuga á Pogba og þá kemur einnig til greina að hann verði áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Pogba þekkir vel til Juventus því hann lék með liðinu frá 2012 til 2016, en þá kom hann einmitt frá Manchester United á frjálsri sölu. United keypti hann aftur árið 2016 á 94,5 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert