Skiptir um félag í sumar

Paulo Dybala er á förum frá Juventus.
Paulo Dybala er á förum frá Juventus. AFP/Isabella Bonotto

Knattspyrnumaðurinn Paulo Dybala mun yfirgefa Juventus á Ítalíu í sumar og ganga til liðs við annað félag á frjálsri sölu.

Samningur hans við ítalska stórliðið er á enda og er ljóst að hann verður ekki framlengdur. Dybala, sem er 28 ára, er eftirsóttur af félögum á borð við Inter Mílanó, Arsenal og Manchester United.

Sóknarmaðurinn kvaddi stuðningsmenn Juventus á Instagram um helgina, en hann hefur leikið með liðinu í átta ár.

Dybala kom til Juventus frá Palermo árið 2015 og hefur hann gert 82 mörk í 208 deildarleikjum með liðinu.  

mbl.is