Suárez yfirgefur Madrid

Luis Suárez hefur leikið sinn síðasta leik með Atlético Madríd.
Luis Suárez hefur leikið sinn síðasta leik með Atlético Madríd. AFP/Jose Jordan

Framherjinn reynslumikli, Luiz Suárez, mun yfirgefa herbúðir Atlético Madrid er samningur hans við félagið rennur út í næsta mánuði. Félagið hefur staðfest að það muni ekki framlengja samning sinn við Úrúgvæjann.

Suárez, sem er 35 ára, skoraði 11 mörk í 34 deildarleikjum með Atlético á leiktíðinni. Hann hefur einnig spilað með liðum á borð við Barcelona, Liverpool og Ajax og verið í lykilhlutverki með landsliði þjóðar sinnar.

Sóknarmaðurinn kom til Atlético árið 2020 og skoraði 32 mörk í 66 deildarleikjum með liðinu.  

mbl.is