Emil fór aftur í hjartastopp

Emil hefur í tvígang farið í hjartastopp.
Emil hefur í tvígang farið í hjartastopp. Ljósmynd/Sarpsborg

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson fór í hjartastopp í annað sinn er hann æfði með FH í síðustu viku. Emil fór fyrst í hjartastopp í leik með Sogndal í Noregi í nóvember á síðasta ári.

„Ég er mjög svekktur, því ég hélt þetta myndi ekki gerast aftur. Í fyrra skiptið var ég glaður að vera á lífi en núna er ég sorgmæddur. Ég var á góðum stað og tilbúinn að byrja í fótbolta aftur,“ sagði Emil við TV2 í Noregi.

Hann viðurkennir að íhuga að leggja skóna á hilluna. „Þegar þetta gerist tvisvar, er erfitt að halda áfram. Það er hins vegar stutt síðan þetta gerðist og ég get því lítið sagt um það núna,“ sagði hann.

mbl.is