Hálfgráhærður eftir erfitt tímabil

Guðlaugur Victor Pálsson fagnar sigri í 2. deildinni með Schalke.
Guðlaugur Victor Pálsson fagnar sigri í 2. deildinni með Schalke. Ljósmynd/Schalke

Knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var í lykilhlutverki hjá þýska stórliðinu Schalke á nýliðnu keppnistímabili þegar liðið fagnaði sigri í þýsku B-deildinni og tryggði sér um leið sæti í efstu deild Þýskalands.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, var einn af fyrirliðum Schalke á tímabilinu og kom við sögu í 28 leikjum í B-deildinni en hann gekk til liðs við Schalke fyrir keppnistímabilið frá Darmstadt þar sem hann hafði leikið frá árinu 2019.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá fylgdi þessu tímabili mikill hausverkur og maður er hálfbúinn á því andlega eftir þessa miklu rússíbanareið,“ sagði Guðlaugur Victor í samtali við Morgunblaðið.

„Félagið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og það var mikið sjokk fyrir alla í kringum klúbbinn, bæði þá sem starfa innan hans og stuðningsmennina líka. Fallinu fylgdi mikil neikvæðni í kringum félagið og flestir gerðu ráð fyrir því að við myndum svo gott sem pakka þýsku B-deildinni saman.

Sjáðu viðtalið við Guðlaug í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »