Heimildarmyndin um Söru komin í birtingu

Sara Björk Gunnarsdóttir, Ragnar Frank Árnason og Árni Vilhjálmsson við …
Sara Björk Gunnarsdóttir, Ragnar Frank Árnason og Árni Vilhjálmsson við kynningu heimildarmyndarinnar í Lyon í gær. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Heimildarmynd um Söru Björk Gunnarsdóttur og endurkomu hennar á knattspyrnuvöllinn með einu besta liði heims, Lyon, fjórum mánuðum eftir barnsburð, hefur verið birt á YouTube og á samfélagsmiðlum íþróttavöruframleiðandans Puma, styrktaraðila Söru.

Í myndinni, sem er 12 mínúna löng, er fylgst með æfingaferli Söru á meðan hún var ófrísk og hvernig hún náði að snúa aftur til æfinga og í keppni með liði í fremstu röð á skömmum tíma.

Myndin heitir „Do Both“ eða „Gerðu hvort tveggja“. Markmiðið með myndinni er að hvetja knattspyrnukonur og aðrar íþróttakonur til þess að halda áfram að láta drauma sína rætast og halda stöðu sinni sem íþróttakonur í fremstu röð, þótt þær eignist börn og stofni fjölskyldu.

„Allt varðandi endurkomu Söru Bjarkar á fótboltavöllinn gekk fyrir sig á ótrúlegan hátt. Við skiljum ekki enn hvernig hún fór að því að komast svona fljótt aftur af stað og inn á völlinn. Ég vissi að hún myndi snúa aftur og komast í fyrra form en að hún skuli hafa gert það á svona stuttum tíma, er algjörlega ótrúlegt," sagði Marina Amorós, markaðsstjóri fyrir kvennafótbolta hjá Puma, við mbl.is í gær. Nánar er rætt við hana og sagt frá myndinni í Morgunblaðinu í dag.

Myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Sara með syninum Ragnari Frank Árnasyni á plakatinu fyrir myndina.
Sara með syninum Ragnari Frank Árnasyni á plakatinu fyrir myndina. mbl.is/Víðir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert