Lék sinn fyrsta deildarleik í lokaumferðinni

Ögmundur Kristinsson í leik með Olympiacos.
Ögmundur Kristinsson í leik með Olympiacos. Ljósmynd/@OlympiakosFR

Ögmundur Kristinsson fékk langþráð tækifæri í marki Grikklandsmeistara Olympiacos þegar liðið vann góðan 3:2-útisigur á AEK frá Aþenu þegar lokaumferð efstu deildarinnar þar í landi fór fram í kvöld.

Ögmundur lék nánast allan leikinn í marki Olympiacos, var skipt af velli á 90. mínútu, og var um að ræða fyrsta og eina deildarleik hans fyrir Olympiacos á tímabilinu.

Áður var hann búinn að spila þrjá bikarleiki á tímabilinu.

Sverrir Ingi Ingason lék þá rétt rúman klukkutíma í miðri vörn PAOK og lagði upp annað marka liðsins í 2:0-sigri á Panathinaikos.

Sverrir Ingi lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Stefan Schwab á 14. mínútu.

Með sigrinum gylltryggði PAOK annað sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert