Semur við Juventus eftir sjö ár í París

Angel Di María er á leið til Juventus.
Angel Di María er á leið til Juventus. AFP/Pascal Guyot

Argentínski knattspyrnumaðurinn, Angel Di María, mun ganga í raðir Juventus frá París SG í sumar á frjálsri sölu. Hefur hann samþykkt eins árs samning við ítalska félagið.

Goal.com greinir frá í dag. Di María kom til Parísarfélagsins fyrir sjö árum síðan og hefur unnið til fjölmarga titla með liðinu á þeim tíma. Hann er hins vegar samningslaus eftir leiktíðina og hefur ákveðið að róa á önnur mið.

Di María skoraði 55 mörk í 196 deildarleikjum með PSG. Hann hefur einnig leikið með Manchester United, Real Madrid og Benfica. Þá hefur hann skorað 24 mörk í 121 landsleik með Argentínu.

mbl.is