Leik Breiðabliks og ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað til morguns vegna sjóveðurs.
Breiðablik tilkynnti þetta á Twitter í dag. Herjólfur siglir ekki frá Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs og kemst ÍBV því ekki í Kópavoginn.
Fer leikurinn fram annað kvöld klukkan 18 í staðinn.