Hefur leikið sinn síðasta landsleik

Pierre-Emerick Aubameyang hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Gabon.
Pierre-Emerick Aubameyang hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Gabon. AFP/Lluis Gene

Knattspyrnumaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang hefur staðfest að hann sé hættur að leika með landsliði Gabon. Aubameyang lék 72 leiki með landsliði þjóðar sinnar og skoraði 30 mörk.

Afríkumótið í janúar var síðasta mót framherjans með landsliðinu en liðið féll úr leik gegn Búrkína Fasó í 16-liða úrslitum.

Aubameyang, sem leikur með Barcelona, vill einbeita sér að félagsliðaferlinum en hann er 32 ára.

„Eftir að hafa leikið með landsliðinu í 13 ár hef ég ákveðið að láta þetta gott heita með landsliðinu,“ skrifaði hann í opnu bréfi til stuðningsmanna liðsins.

mbl.is