Abraham sló 60 ára gamalt met

Tammy Abraham sló 50 ára gamalt met í gær.
Tammy Abraham sló 50 ára gamalt met í gær. AFP/Isabella Bonotto

Tammy Abraham varð í gær markahæsti Englendingur á einu tímabili í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði fyrstu tvö mörk Roma í 3:0 sigri á Toríno í Toríno í gær. 

Þetta var 16. og 17. mark Abraham í deildinni og slær hann því 60 ára gamalt met Gerry Hitchens sem skoraði 16 mörk fyrir Inter Mílanó á tímabilinu 1961-62. 

Þetta er fyrsta tímabil Abraham hjá Roma en hann var keyptur þangað frá Chelsea. 

Aldeilis gott tímabil hjá kappanum sem leikur til úrslita í Sambandsdeildinni á miðvikudaginn. Þar mætir Roma hollenska liðinu Feyenoord og má búast við hörkuleik þar. 

mbl.is