Einu einvígi frá efstu deild Ítalíu

Hjörtur Hermannsson er einu einvígi frá efstu deild Ítalíu.
Hjörtur Hermannsson er einu einvígi frá efstu deild Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pisa er komið áfram í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild Ítalíu í fótbolta eftir 1:0-heimasigur á Benevento í seinni leik liðanna í undanúrslitum í dag.

Benevento vann fyrri leikinn 1:0 en Pisa fer áfram þar sem liðið endaði ofar í deildarkeppninni.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa, sem mætir annaðhvort Monza eða Brescia í tveggja leikja einvígi um sæti í deild þeirra bestu.  

mbl.is