Íslendingasigur í fallbaráttunni

Hallbera Guðný Gísladóttir og Kalmar unnu fallbaráttuslag í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kalmar unnu fallbaráttuslag í dag. Eggert Jóhannesson

Hallbera Guðný Gísladóttir og lið hennar Kalmar vann 3:2 sigur á Umeå í sænsku úrvalsdeildinni knattspyrnu í dag. Hallbera spilaði allan leikinn og Kalmar kom sér úr fallsæti í 11. sætið með 9 stig eftir sigurinní dag. 

Aron Bjarnason spilaði 82 mínútur í sterku 2:2 jafntefli Sirius gegn toppliði AIK í sænsku úrvalsdeild karla í dag. Sirius er í sjöunda sæti með fjórtán stig. 

Andrea Thorisson og lið hennar Uppsala er á toppi sæsnku B-deildarinnar eftir 8:1 stórsigur á Sundsvall í dag. Andrea spilaði allan leikinn en komst ekki á blað. 

Næsti leikur Kalmar er gegn Hammarby, Sirius mætir Häcken og Uppsala mætir
Bromölla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert