Leipzig bikarmeistari í fyrsta skipti

Leikmenn Salzburg fagna í leikslok.
Leikmenn Salzburg fagna í leikslok. AFP/John Macdougall

Leipzig varð í kvöld þýskur bikarmeistari í fótbolta í fyrsta skipti með sigri á Freiburg í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Maximilian Eggestein kom Freiburg yfir á 19. mínútu og vont varð verra fyrir Leipzig þegar Marcel Halstenberg fékk beint rautt spjald á 57. mínútu. 

Þrátt fyrir það jafnaði Christopher Nkunku á 76. mínútu og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingu og réðust úrslitin því í vítakeppni.

Í henni skoraði Leipzig úr öllum fjórum spyrnum sínum á meðan þeir Christian Günter og Ermedin Demirovic brenndu af hjá Freiburg.

mbl.is