Mbappé fagnaði áfanganum með þrennu

Kylian Mbappé á fleygiferð í kvöld.
Kylian Mbappé á fleygiferð í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

París SG átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 5:0-heimasigur á Metz í lokaumferð frönsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Kylian Mbappé, sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Parísarfélagið fyrr í dag, stal senunni og gerði þrennu.

Mbappé skoraði tvö fyrstu mörkin á 25. og 28. mínútu. Neymar bætti við þriðja markinu á 31. mínútu og Mbappé fullkomnaði þrennuna á 50. mínútu. Angel Di María, sem er á förum frá PSG, bætti við fimmta markinu á 67. mínútu og þar við sat.

París SG var með mikla yfirburði í deildinni og endaði að lokum með 86 stig, fimmtán stigum meira en Marseille sem varð í öðru sæti.

mbl.is