Fyrsti meistaratitill AC Milan í ellefu ár

Olivier Giroud fagnar með stuðningsmönnum AC Milan í leikslok.
Olivier Giroud fagnar með stuðningsmönnum AC Milan í leikslok. AFP/Filippo Monteforte

AC Milan tryggði sér í dag ítalska meistaratitilinn í fótbolta með öruggum 3:0-útisigri á Sassuolo. Inter Mílanó átti einnig möguleika á að verða meistari í dag en 3:0-heimasigur Inter á Sampdoria í dag dugði ekki til. Meistaratitillinn hjá AC Milan er sá fyrsti frá árinu 2011.

Franski framherjinn Olivier Giroud skoraði tvö fyrstu mörk AC Milan á 17. og 32. mínútu og Franck Kessié gulltryggði 3:0 sigur með marki á 43. mínútu. Rafael Leo lagði upp tvö síðustu mörkin.

Ivan Perisic kom Inter Mílanó yfir á móti Sampdoria á 49. mínútu og Joaquín Correa bætti við tveimur mörkum skömmu síðar en það duagði ekki til.

AC Milan endar í toppsætinu með 86 stig, tveimur stigum á undan Inter Mílanó sem fagnaði meistaratitlinum á síðasta ári. Napólí endar í þriðja sæti með 79 stig og Juventus í fjórða með 70.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert