Mark frá Viðari ekki nóg

Viðar Örn Kjartansson skoraði í dag.
Viðar Örn Kjartansson skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Vålerenga í dag þegar liðið tapaði 3:2 fyrir Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Strömsgodset sem komst í 3:0 með því að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik. Viðar minnkaði muninn í 3:1 á 52. mínútu og Aron Donnum skoraði, 3:2, á 67. mínútu.

Viðari var skipt af velli á 68. mínútu en Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í vörn Vålerenga. Liðið er í 10. sæti eftir átta umferðir með 10 stig. Strömsgodset er hinsvegar komið með 13 stig í fjórða sæti.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með meisturum Bodö/Glimt sem unnu 4:1 útisigur á Haugesund. Bodö/Glimt hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjunum en lyfti sér upp í fimmta sætið með 12 stig og á einn til tvo leiki til góða á liðin fyrir ofan sig.

Viking er með 20 stig í öðru sæti, á eftir Lilleström, eftir 1:1 jafntefli við Tromsö á útivelli. Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék í 84 mínútur á miðjunni hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert