Á lista með bestu knattspyrnukonum heims

Agla María Albertsdóttir í baráttunni með Breiðabliki í leik gegn …
Agla María Albertsdóttir í baráttunni með Breiðabliki í leik gegn París SG á Kópavogsvelli. mbl.is/Unnur Karen

Knattspyrnukonan Agla María Albertsdóttir átti frábært tímabil með Breiðabliki í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Breiðablik komst fyrst íslenskra liða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið lék í B-riðli keppninnar ásamt París SG, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Blikar mætti KÍ frá Færeyjum og Gintra frá Litháen í 1. umferð keppninnar og loks Osijek frá Króatíu í tveimur leikjum í 2. umferðinni.

Í þessum fjórum leikjum skoraði Agla María sex mörk og átti hún stóran þátt í því að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppninni.

Hún er í 8.-10. sæti yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á leiktíðinni þegar leikir í 1. og 2. umferðinni eru taldir með, ásamt markadrottningunni Ödu Hegerberg sem leikur með Evrópumeisturum Lyon og Jordyn Huitema sem leikur með París SG

Alexia Putellas, leikmaður Barcelona, skoraði hins vegar mest allra eða 11 mörk og Tabea Wasmuth, leikmaður Wolfsburg, kemur þar á eftir með 10 mörk.

mbl.is