Bale gæti spilað við Liverpool

Gareth Bale gæti spilað gegn Liverpool.
Gareth Bale gæti spilað gegn Liverpool. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale gæti verið klár í slaginn fyrir Real Madrid gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á laugardaginn kemur.

Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Real greindi frá á blaðamannafundi í dag að Bale væri byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli.

Komi Bale við sögu í leiknum verður það síðasti leikur sóknarmannsins fyrir Real. Leikmaðurinn er samningslaus eftir leiktíðina og mun yfirgefa félagið.

Bale hefur verið að glíma við meiðsli en hann hefur aðeins spilað í samanlagt 20 mínútur fyrir Real síðustu tvo mánuði.

Hann á góðar minningar frá úrslitaleikjum Real og Liverpool því hann skoraði tvö mörk í 3:1-sigri á Liverpool í úrslitum áriuð 2018.

mbl.is