Hlaupið inn á knattspyrnuvelli í stórum stíl

Stuðningsmenn Everton hlupu inn á Goodison Park síðastliðið fimmtudagskvöld.
Stuðningsmenn Everton hlupu inn á Goodison Park síðastliðið fimmtudagskvöld. AFP/Oli Scarff

Það hefur vísast ekki farið framhjá neinu knattspyrnuáhugafólki að áhorfendur á leikjum í karlaboltanum á Englandi hafa að undanförnu í stórum stíl gert sér ferð úr áhorfendastúkum og hlaupið inn á velli til þess að fagna fræknum sigrum liða sinna.

Stuðningsmaður Nottingham Forest fagnaði sigri liðsins gegn Sheffield United í undanúrslitum umspils um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að hlaupa inn á völlinn og skalla þar Billy Sharp, leikmann Sheffield, af öllu afli í andlitið.

Sauma þurfti fjögur spor í andlit Sharps og stuðningsmaðurinn hefur þegar verið dæmdur í 24 vikna fangelsi.

Í síðustu viku hlupu stuðningsmenn Everton inn á völlinn til þess að fagna sigri á Crystal Palace, sem þýddi að Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni.

Einn þeirra ögraði Patrick Vieira, knattspyrnustjóra Palace, þegar hann var að ganga af velli, og brást Vieira við með því að sparka í stuðningsmanninn.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »