Verður leikmaður Real Madrid

Aurelien Tchouameni gerir fimm ára samning við Real Madrid.
Aurelien Tchouameni gerir fimm ára samning við Real Madrid. AFP/Denis Charlet

Knattspyrnumaðurinn Aurelien Tchouameni mun á næstu dögum skrifa undir fimm ára samning við spænska félagið Real Madrid.

Real greiðir Mónakó um 80 milljónir evra fyrir miðjumanninn. Tchouameni, sem er 22 ára, hefur leikið átta landsleiki fyrir Frakkland.

Hann hefur verið í herbúðum Mónakó síðan 2020 en hann var áður hjá Bordeaux. Tchouameni lék 74 leiki með Mónakó í frönsku 1. deildinni og skorað í þeim fimm mörk.

mbl.is