Frestað vegna veikinda og meiðsla

Brynjólfur Willumsson í leik með Kristiansund.
Brynjólfur Willumsson í leik með Kristiansund. Ljósmynd/Jon Forberg

Leik Kristiansund og Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað vegna veikinda í herbúðum Kristiansund. Brynjólfur Willumsson leikur með Kristiansund.

Aðeins níu leikmenn voru klárir í æfingu liðsins í gær og var Brynjólfur ekki einn þeirra.

Byrjunin á tímabilinu hefur verið erfið hjá Kristiansund og er liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö leiki og sex stigum frá öruggu sæti.

mbl.is