Fyrsti sigurvegarinn í nýrri keppni

Nicolo Zaniolo (22) fagnar ásamt samherjum og stuðningsmönnum eftir að …
Nicolo Zaniolo (22) fagnar ásamt samherjum og stuðningsmönnum eftir að hafa skorað fyrir Roma á 32. mínútu í kvöld. AFP/Ozan Kose

Ítalska félagið Roma varð í kvöld Sambandsdeildarmeistari karla í fótbolta með því að sigra Feyenoord frá Hollandi, 1:0, í úrslitaleik liðanna sem fram fór á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Albaníu í Tirana.

Nicolo Zaniolo skoraði sigurmark Roma á 32. mínútu eftir sendingu frá Gianluca Mancini. 

Roma er því fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju Evrópukeppni og þetta er fyrsti sigur félagsins í Evrópukeppni frá því það vann hina gömlu Borgakeppni Evrópu árið 1961 en sú keppni varð síðar að UEFA-bikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert