Lilleström á toppinn

Hólmbert Aron Friðjónsson leikur með toppliði Lilleström.
Hólmbert Aron Friðjónsson leikur með toppliði Lilleström. Ljósmynd/Holstein Kiel

Lilleström komst í kvöld á topp norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra Vålerenga, 2:0, á heimavelli.

Lilleström er með 23 stig og er taplaust í níu leikjum en Viking er með 21 stig eftir tíu leiki í öðru sæti. 

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Lilleström á 83. mínútu. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan tímann í vörn Vålerenga og Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Vålerenga er í tíunda sæti með 10 stig eftir níu leiki.

mbl.is