Svava meiddist gegn gamla liðinu – öll Íslendingaliðin unnu

Svava Rós Guðmundsdóttir fór meidd af velli gegn gamla liðinu.
Svava Rós Guðmundsdóttir fór meidd af velli gegn gamla liðinu. Ljósmynd/Brann

Brann er áfram í toppsæti norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Røa í dag. Brann er með 31 stig, þremur stigum meira en Vålerenga sem er í öðru sæti.

Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Brann en fór meidd af velli eftir 26 mínútna leik. Hún lék með Røa árið 2018. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék ekki með Brann vegna meiðsla. 

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Vålerenga að vanda er liðið vann 4:1-útisigur á Stabæk. Hún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga.

Þá lék Selma Sól Magnúsdóttir fyrstu 69 mínúturnar hjá Rosenborg er liðið vann nauman 1:0-heimasigur á Lilleström. Hún fékk gult spjald á 49. mínútu og var tekin af velli 20 mínútum síðar. Rosenborg er í þriðja sæti með 25 stig.

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga. Ljósmynd/Vålerenga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert