Ein skærasta stjarnan með sex mörk

Julián Álvarez í stuði í kvöld.
Julián Álvarez í stuði í kvöld. Marca

Julián Álvarez, leikmaður River Plate frá Argentínu, sem var í janúarglugganum keyptur til Manchester City skoraði sex mörk í 8:1 sigri á Allianz Lima frá Perú í F-riðli suður-amerísku meistaradeildarinnar í knattspyrnu í nótt.

Álvarez skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og önnur þrjú í þeim síðari, þannig að hann skoraði þrennu í báðum hálfleikjum. 

City keypti hinn 22 ára gamla Álvarez í janúar á þessu ári fyrir 14 milljónir punda en lánuði hann aftur til River Plate út tímabilið. Hann hefur skorað 15 mörk í 19 leikjum á tímabilinu og víst er að hann muni veita nýju liðsmönnum sínum mikla samkeppni.

mbl.is