FH-ingurinn skoraði í Noregi

Jónatan Ingi Jónsson í leik með Sogndal.
Jónatan Ingi Jónsson í leik með Sogndal. Ljósmynd/Sogndal

Sogndal hafði betur gegn Stjørdals-Blink á útivelli í norsku 1. deildinni í fótbolta í dag, 3:1.

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru í byrjunarliði Sogndal og Jónatan skoraði þriðja mark liðsins á 50. mínútu. Valdimar lék allan leikinn og Jónatan fór af velli í uppbótartíma.

Hörður Ingi Gunnarsson lék ekki með Sogndal vegna meiðsla. Sogndal er í sjötta sæti með 14 stig eftir átta leiki.

Þá kom Bjarni Mark Antonsson inn á sem varamaður á 62. mínútu hjá Start er liðið gerði 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Raufoss. Start er í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert