Spilaði allan leikinn er Montréal komst í undanúrslit

Róbert Orri Þorkelsson spilaði allan leikinn er liðið komst í8-liða …
Róbert Orri Þorkelsson spilaði allan leikinn er liðið komst í8-liða úrslit. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Róbert Orri Þorkelsson spilaði allan leikinn er lið hans komst í undanúrslit í meistarakeppni Kanada í fótbolta í nótt. Liðið sigraði Forge með þremur mörkum gegn engu. 

Hinn ungi Ibrahim Sunsi skoraði öll þrjú mörk Montréal í leiknum. 

Montréal mætir Toronto í undanúrslitum keppninnar. Það má búast við hörkuleik þar, þar sem liðin mættust í úrslitaleik hennar í fyrra. Þar vann Montréal 1:0 og hefur því titil að verja. 

Í þessari meistarakeppni er leikið um sæti Kanada í Meistaradeild Norður- og Mið-Ameríku. Þátt í henni taka þau kanadísku lið sem leika í bandarísku MLS-deildinni, og sterkustu lið kanadísku úrvalsdeildarinnar.

Auk Montréal leika Toronto og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni. Í hinum undanúrslitaleik meistarakeppninnar mætast Vancouver Whitecaps og York United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert