Villa kaupir Brasilíumann

Diego Carlos sækir að Karim Benzema.
Diego Carlos sækir að Karim Benzema. AFP/Cristina Quicler

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á hinum brasilíska Diego Carlos. Villa greiðir Sevilla um 26 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Carlos verður annar leikmaðurinn sem Villa fær til sín fyrir næstu leiktíð en Boubacar Kamara kom til félagsins frá Marseille á dögunum.

Car­los hef­ur leikið 79 deild­ar­leiki fyr­ir Sevilla frá ár­inu 2019 en spænska fé­lagið keypti hann af Nan­tes í Frakklandi, þar sem  hann spilaði 97 leiki á þrem­ur árum. 

mbl.is