Vítaspyrnur réðu úrslitum í Svíþjóð og Danmörku

Elías Rafn Ólafsson, danskur bikarmeistari.
Elías Rafn Ólafsson, danskur bikarmeistari. Ljósmynd/Robert Spasovski

Elías Rafn Ólafsson og hans lið Midtjylland unnu danska bikarmeistaratitilinn eftir sigur í vítakeppni gegn Aroni Elís Þrándarsyni og hans mönnum í OB. 

Leikurinn endaði 0:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þurfti því vítakeppni til að útkljáa málin. Þar hafði Midtjylland betur 4:3. Miðjumaðurinn Evander skoraði úrslitavítið. 

Báðir tveir voru fjarri góðu gamni í dag útaf meiðslum og tóku því ekki þátt í leiknum. 

Sama var á dagskrá í Svíþjóð þar sem Malmö varð sænskur bikarmeistari eftir sigur í vítakeppni á Hammarby. 

Þar fór leikurinn einnig 0:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Malmö vann síðan 4:3 í vítakeppninni þar sem framherjinn Ola Toivonen skoraði úrslitavítið. 

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, var fjarverandi vegna meiðsla. 

mbl.is