Klopp: Mér er alveg sama

Jürgen Klopp stýrir æfingu hjá Liverpool á Stade de France.
Jürgen Klopp stýrir æfingu hjá Liverpool á Stade de France. AFP/Franck Fife

„Stemningin í hópnum er góð, mjög góð,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta annað kvöld. Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik á Stade de France í París.

Sadio Mané, lykilmaður Liverpool, hefur verið orðaður við Bayern München í aðdraganda leiksins. Klopp segir það ekki angra sig.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem orðrómar um Bayern München koma upp fyrir stórleik. Þetta er ekkert vandamál. Mér er alveg sama um Bayern München orðrómana. Sadio er að einbeita sér að þessum leik. Hann veit hvað þetta er mikilvægur leikur.

Sadio er í besta formi lífs síns og það er gaman að fylgjast með honum í leikjum og á æfingum,“ sagði Klopp.

mbl.is