Gulltryggði sigur toppliðsins

Willum Þór Willumsson er að gera góða hluti á leiktíðinni.
Willum Þór Willumsson er að gera góða hluti á leiktíðinni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

BATE Borisov er með fjögurra stiga forskot á toppi hvítrússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:0-útisigur á Dynamo Brest í dag.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE og gerði þriðja mark liðsins á 55. mínútu. Hann fór af velli fjórum mínútum síðar.

Miðjumaðurinn heftur átt gott tímabil til þessa og skorað fjögur mörk í fyrstu níu deildarleikjunum.

mbl.is