Lygileg endurkoma hjá Gunnhildi og stöllum

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar gerðu jafntefli í nótt.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og liðsfélagar hennar gerðu jafntefli í nótt. Ljósmynd/Orlando Pride

Orlando Pride og Washington Spirit skildu jöfn, 2:2, í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta í Orlando í Flórída í nótt.

Gunnhildur yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando og var fyrirliði en Trinity Roman og Ahsley Hatch komu Washington í 2:0.

Mikayla Colohan minnkaði muninn fyrir Orlando á fimmtu mínútu uppbótartímans og Darian Jenkins jafnaði á áttundu mínútu uppbótartímans og þar við sat.

Gunnhildur lék fyrstu 78 mínúturnar með Orlando. Liðið er í fjórða sæti með átta stig eftir sex leiki en liðin í kring eiga leiki til góða.

mbl.is