Leikmaður Liverpool allt annað en sáttur

Andrew Robertson svekktur eftir leik.
Andrew Robertson svekktur eftir leik. AFP/Paul Ellis

Skoski knattspyrnumaðurinn Andrew Robertson er allt annað en sáttur með skipulag UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Roberton lék allan leikinn með Liverpool, sem þurfti að sætta sig við 0:1-tap fyrir Real Madrid á Stade de France.

Leiknum var seinkað um rúman hálftíma vegna láta fyrir utan völlinn en einhverjum stuðningsmönnum Liverpool var meinaður aðgangur að vellinum, þrátt fyrir að vera með miða.

„Einum vini mínum var sagt að miðarnir væru falsaðir en ég get lofað ykkur því að svo var ekki. Ég fékk miðana í gegnum félagið. Þetta var algjört rugl og fólk fylltist skelfingu. Táragas var notað og þetta var óásættanlegt,“ sagði Robertson við Sky eftir leik.  

mbl.is