Sara fær ekki að spila stórleikinn

Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon á dögunum.
Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon á dögunum. AFP/Marco Bertorello

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta til margra ára, verður ekki í leikmannahópi Lyon í leik liðsins gegn París SG í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Lyon nægir jafntefli til að tryggja sér franska meistaratitilinn en Parísarliðið getur framlengt baráttunna um franska meistaratitilinn fram í lokaumferðina með sigri.

Sara er á förum frá Lyon í sumar en hún hefur greint frá óánægju með skort á stuðningi frá félaginu á meðan hún var ólétt í síðasta ári. Þá hefur hún lítið fengið að spreyta sig síðan hún kom til baka á völlinn í mars.  

mbl.is