Íslendingaliðið bjargaði sér fyrir horn

Brynjar Ingi Bjarnason, númer fimm, lék allan leikinn með Vålerenga.
Brynjar Ingi Bjarnason, númer fimm, lék allan leikinn með Vålerenga. AFP/Jack Guez

Íslendingaliðið Vålerenga komst í þann krappann er það heimsótti Brumunddal úr þriðju efstu deild í norska bikarnum í fótbolta í kvöld.

Vålerenga, sem leikur í úrvalsdeildinni, lenti fyrst 2:0 undir í fyrri hálfleik. Leonard Zuta jafnaði á 75. mínútu en aftur komst Brumunddal óvænt yfir á 81. mínútu.

Stefndi allt í afar óvæntan sigur þegar Aron Dønnum skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga í blálokin og tryggði liðinu nauman 4:3-sigur.

Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Vålerenga en Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópnum. Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu.

mbl.is